Eitthvað hlýtur að angra barnalækninn fyrst hann lætur rökréttan og vel skiljanlegan símsvara fara í taugarnar á sér. Er sænska kerfið loks að ná inn að kviku????

Sonur minn, númer 2, þ.e. Matthías Páll, er farinn að skríða. Ekkert smá flottur á teppinu í stofunni hjá Ömmu sinni og Afa. Þetta líður svo hratt að það er eiginlega ekki fyndið. Áður en maður veit af er sumarið komið og þá fara nú hlutirnir heldur betur að gerast...

Komst að því í gær að námið er ekki í boði aftur fyrr en á vorönn 2005. Ég er sem sagt að spá og spá og spá þessa dagana og ef einhver er með hugmyndir um hvað Arnar Thor Stefánsson ætti að leggja fyrir sig þá eru allar tilllögur vel þegnar í þetta netfang: ats1971@mi.is.

Ummæli

Vinsælar færslur